Lestu nýjustu bloggfærsluna hér ✍️

Hvernig má nýta myndir frá árinu fyrir jólin
Ljósmyndun Gunnhildur Lind Ljósmyndun Gunnhildur Lind

Hvernig má nýta myndir frá árinu fyrir jólin

Nú þegar jólin nálgast, er tilvalið að líta um öxl og rifja upp minningar frá árinu sem er að líða. Eftir myndatökur, ferðalög og gleðistundir safnast oft saman fjöldinn allur af myndum sem eru oftar en ekki geymdar í tölvunni eða símanum. Af hverju ekki að gefa þessum myndum líf á nýjan hátt og nota þær til að skapa persónulegar og hlýlegar jólagjafir? Hér eru fjórar hugmyndir um hvernig þú getur nýtt myndir frá árinu fyrir jólin.

Read More
Myndir: pálmatré, kókoshnetur og ströndin
Gunnhildur Lind Gunnhildur Lind

Myndir: pálmatré, kókoshnetur og ströndin

Þessi bloggfærsla verður ekki lengri. Varla hægt að kalla þetta bloggfærslu heldur er þetta meira svona stöðutékk á mér hérna megin við Atlantshafið. Ég enda þessi skrif á nokkrum myndum sem ég tók á vélina í vikunni til að gefa ykkur smá smakk á væbinu hérna 🌴

Read More
Viðtal: Lóa í Hár Center um fermingargreiðslur
Gunnhildur Lind Gunnhildur Lind

Viðtal: Lóa í Hár Center um fermingargreiðslur

Fermingarnar eru á næsta leiti og aldrei of snemmt að skipuleggja sig. Flestar fjölskyldur eru líklega langt komnar með það og búnar að bóka flest eins og ljósmyndara og/eða tíma í greiðslu. Ég man þegar ég var að fermast 2004 að þá var aðalatriðið að bóka sal fyrir veislu, ákveða föt, bóka myndatöku og bóka í fermingargreiðsluna. Þetta var svona það helsta + að ákveða litaþemað. Alltaf var blessaða litaþemað mikilvæg ákvarðanataka 😅

Read More
Það verður Borgarnesmynd á föstudögum
Ljósmyndun Gunnhildur Lind Ljósmyndun Gunnhildur Lind

Það verður Borgarnesmynd á föstudögum

Þannig að, bloggið í dag er ekki langt, heldur meira skrifað til að stilla upp þessu plani og markmiði hjá mér þetta árið, sem er að birta eina Borgarnes mynd, eftir mig, alla föstudaga, út árið, á Facebook síðu Gunnhildur Lind Photography. Ég er nú þegar búin að missa af fyrsta föstudegi ársins þannig í heildina verður þetta 51 mynd frá Borgarnesi ef ég næ þessu – sem er planið. Koma svo!

Read More
Það sem ég lærði á síðasta ári
Lífsstíll Gunnhildur Lind Lífsstíll Gunnhildur Lind

Það sem ég lærði á síðasta ári

2023 var mjög gott ár hjá mér, mjög vaxandi ár. Mér líður eins og ég hafi uppgötvað allskonar. Eins og það að hversdagsleikinn er málið. Ef maður getur notið sín í hversdagsleikanum þá er lífið bara nokkuð skemmtilegt. Til dæmis að hlakka til fyrsta kaffibollans, að finna fyrir hlýju frá sólinni í andlitinu, að horfa á litina í himninum.

Read More
Takk fyrir 2023 – Hæ 2024 👋
Ljósmyndun Gunnhildur Lind Ljósmyndun Gunnhildur Lind

Takk fyrir 2023 – Hæ 2024 👋

2023 hefur verið heilt yfir gott, gefandi og viðburðaríkt ár. Stærsta árið hingað til síðan ég byrjaði að bjóða upp á ljósmyndaþjónustu haustið 2017. Þegar ég lít yfir dagatalið síðustu tólf mánuði þá verð ég eiginlega hissa hvað ég tók margar myndir, hitti mikið af fólki, náði að gera mikið en líka á sama tíma, hvað ég náði að gera mikið af engu, þ.e. dagar með engum plönum sem ég passa vel upp á að skipuleggja inn á milli myndatökutarna til þess einmitt að ég geti gefið mig alla í myndatökurnar.

Read More
Í hverju er best að vera?
Ljósmyndun Gunnhildur Lind Ljósmyndun Gunnhildur Lind

Í hverju er best að vera?

Einmitt, í hverju er eiginlega best að vera? Þessi spurning býður upp á allskonar svör, fer eftir því hver er spurður. Ég ætla að svara þessu frá mínu hjarta og þá sérstaklega með fjölskyldumyndatökur í huga. Auðvitað er smekkur fólks mismunandi og minn smekkur ekki allra. Hafandi sagt það, þá tekur þú það sem gagnast þér, hendir rest í burtu. Í fyrsta lagi er aðalatriðið að vera í þægilegum fötum.

Read More
Myndatökustaðir í Borgarnesi
Ljósmyndun Gunnhildur Lind Ljósmyndun Gunnhildur Lind

Myndatökustaðir í Borgarnesi

Mér datt í hug að taka saman þá staði sem ég hef verið að sækjast í og stinga upp á til að hafa myndatökur þetta árið. Ég sé að ég er mikið á sömu stöðunum, kemur kannski ekki á óvart enda fallegir staðir. Svo eru staðir sem ég væri til í að prófa meira af og sumir staðir hreinlega gleymast. Það er allavega úr nógu að velja í Borgarnesi. Hér kemur samantekt.

Read More
„Okkur langar í myndir sem eru ekki of uppstilltar“
Ljósmyndun Erica Hartwick Ljósmyndun Erica Hartwick

„Okkur langar í myndir sem eru ekki of uppstilltar“

Oft þegar ég fæ fyrirspurnir um myndatökur þá fylgir þessi setning gjarnan með. „Okkur langar í myndir sem eru ekki of uppstilltar.“ Ég skil nákvæmlega hvað er verið að meina og ég meira að segja markaðset mig þannig að ég legg áherslu á að ná myndum sem eru ekki of uppstilltar. En hvernig er hægt að ná EKKI uppstilltum myndum þegar fjölskylda mætir í myndatöku eingöngu í þeim tilgangi að fá fallegar myndir af sér og sínum. Þetta er í rauninni algjör mótsögn, við erum hér í myndatöku en við viljum samt ekki að myndirnar lúkki eins og við séum í myndatöku 😅

Read More
Þegar við Palli frændi fórum til Köben
Ferðalög Erica Hartwick Ferðalög Erica Hartwick

Þegar við Palli frændi fórum til Köben

Nú er ca. ár síðan ég og Palli frændi fórum í helgarferð til Kaupmannahafnar. Palli hafði verið að nefna það í langan tíma að vilja fara til Kaupmannahafnar aftur. Ég greip því tækifærið næst þegar hann nefndi Kaupmannahöfn og hreinlega bókaði flugmiða fyrir okkur strax svo úr þessu yrði og svo að ég þyrfti ekki að heyra einu sinni enn hvað það væri nú gaman að fara til Kaupmannahafnar. Við græjuðum miðana og skelltum okkur til Köben í lok september í fyrra.

Read More
Viðtal: Hera Hlín förðunarfræðingur
Brúðkaup Erica Hartwick Brúðkaup Erica Hartwick

Viðtal: Hera Hlín förðunarfræðingur

Þau sem þekkja vel til mín vita að ég er stoltur Borgnesingur og vil ég nýta hvert tækifæri til að láta fleiri vita af metnaðarfullum og skemmtilegum Borgnesingum sem eru að gera það gott í sínu. Hún Hera Hlín Svansdóttir er einn slíkur Borgnesingur. Hera Hlín er menntaður förðunarfræðingur frá Makeup Studio Hörpu Kára og starfar í dag sem förðunarfræðingur m.a. sem sminka hjá Borgarleikhúsinu, nýlega sem sölufulltrúi NYX á Íslandi auk þess sem hún tekur að sér brúðarfarðanir.

Read More
10 ástæður til að njóta haustsins
Lífsstíll Erica Hartwick Lífsstíll Erica Hartwick

10 ástæður til að njóta haustsins

Í síðustu viku setti ég í story á Instagram reikningi Gunnhildar Lind Photography mjög óformlega könnun í loftið: Uppáhalds árstíðin?

Það kom mér á óvart að það var haustið sem fékk flest atkvæði (43 atkvæði). Vissulega einu meira atkvæði en sumarið (42 atkvæði) sem er alltaf vinsæl árstíð á Íslandi. Ég hélt nefnilega að sumarið yrði langvinsælasta svarið. Aldeilis ekki. Hér má sjá hvernig atkvæðin röðuðu sér niður á árstíðirnar (alls 116 sem tóku þátt! Vel gert 👏):

Read More
Fyrsta haustlægðin
Lífsstíll Erica Hartwick Lífsstíll Erica Hartwick

Fyrsta haustlægðin

Ég held við getum öll verið sammála um það að fyrsta haustlægðin með tilheyrandi gulri viðvörum, fljúgandi sumardóti frá nágrönnum (það var sundlaug sem fauk niður eina götuna hérna í Borgarnesi um helgina 🏊‍♀️) og rigningu, sé komin og farin. Við erum officially komin yfir í nýja árstíð, haustið. Sem þýðir, sjáumst á næsta ári íslenskt sumar.

Read More
Hæ ný heimasíða!
Ljósmyndun Gunnhildur Lind Ljósmyndun Gunnhildur Lind

Hæ ný heimasíða!

Setningin „Klára nýja heimasíðu“ hefur líklega verið á to-do listanum í meira en ár núna 🙄 Þessi setning er búin að stara á mig í hvert skipti sem ég opna ísskápshurðina, reyndar stendur „Finish Website“, ég er svo aaamrísk, en þú fattar hvað ég meina. Þetta er eitt af þessum verkefnum sem tekur ekki einn dag. En þetta er vissulega líka eitt af þessum verkefnum sem er auðvelt að mikla fyrir sér og endalaust verið að rembast við að hafa fullkomið (ef ég er alveg hreinskilin við sjálfa mig þá veit ég ekki einu sinni hvernig „fullkomið“ lítur út). Ég hef komist að niðurstöðu að ég ætla ekki að bíða eftir fullkomnun. Í staðinn ætla ég opna fyrir nýju heimasíðuna og hægt og rólega, laga hér og þar með tímanum. Sjá hvað virkar og hvað ekki.

Read More