Lestu nýjustu bloggfærsluna hér ✍️

Hvað er að gerast á Facebook?
Markaðssetning Gunnhildur Lind Markaðssetning Gunnhildur Lind

Hvað er að gerast á Facebook?

Ég hef verið að prófa mig áfram með reglulegar færslur á Facebook – en því meira sem ég pósta, því minna virðist fólk sjá þær. Hvað er að gerast? Er Facebook bara dautt, eða þarf ég að breyta taktíkinni? Hér er það sem ég lærði.

Read More
Viðtal: Elísa Svala – blómahönnuður 🌸
Brúðkaup Gunnhildur Lind Brúðkaup Gunnhildur Lind

Viðtal: Elísa Svala – blómahönnuður 🌸

Blómaskreytingar skipta miklu máli í brúðkaupum – en hvernig velur maður réttu blómin? Í þessu viðtali deilir Elísa Svala, blómahönnuður hjá @svolustra, bestu ráðum sínum um vistvænar brúðkaupsskreytingar, val á brúðarvendi og hvernig hægt er að nyta skreytingar yfir allan brúðkaupsdaginn.

Read More
Janúar recap – hvað er að frétta?
Lífsstíll Gunnhildur Lind Lífsstíll Gunnhildur Lind

Janúar recap – hvað er að frétta?

Janúar hefur liðið ótrúlega hratt – mikið um að vera og mikið nýtt í nýjum bæ hér á Eskifirði ❄️ Ég hef verið að vinna í alls konar skemmtilegum verkefnum, svona bakvið tjöldin verkefnum, bæði í ljósmynduninni og hjá mér í hversdeginum. Hér er smá yfirferð á því sem ég hef verið að brasa undanfarið.

Read More
Hvenær er best að taka fermingarmyndirnar – pssst, það þarf ekki að vera á daginn sjálfan!
Ljósmyndun Gunnhildur Lind Ljósmyndun Gunnhildur Lind

Hvenær er best að taka fermingarmyndirnar – pssst, það þarf ekki að vera á daginn sjálfan!

Fermingin er stór dagur í lífi hvers barns og fjölskyldu. Þetta er svona ákveðinn punktur í lífinu sem maður gleymir ekki og það mætti eiginlega setja samasemmerki á milli orðanna ferming og myndataka. Margir halda að fermingarmyndatakan verði að fara fram á sjálfan fermingardaginn, það hefur verið hefðin (við gerðum það t.d. á sínum tíma, bæði hjá mér og bræðrum mínum tveimur) en það er alls ekki raunin í dag. Reyndar getur það verið mikill léttir að taka myndirnar á öðrum tíma. Hér eru 5 kostir þess að taka fermingarmyndirnar EKKI á fermingardaginn sjálfan.

Read More
Viðtal: Anna Sólrún Kolbeinsdóttir
Brúðkaup Gunnhildur Lind Brúðkaup Gunnhildur Lind

Viðtal: Anna Sólrún Kolbeinsdóttir

Anna Sólrún og Friðrik Pálmi giftu sig í lautinni sinni við Hvítá í Borgarfirði, á jörð foreldra Önnu snemma í október á síðasta ári. Lautin þeirra, eins og þau kalla staðinn, er umkringd þéttu birkikjarri og á þessum árstíma voru haustlitirnir allsráðandi, í raun fullkominn staður fyrir litla og innilega athöfn. Einu sem voru viðstödd athöfnina voru brúðhjónin, börnin þeirra tvö Ástdís og Emil, Heiðrún Helga Bjarnadóttur Back prestur og svo ljósmyndarinn, ég.

Read More
Hvernig má nýta myndir frá árinu fyrir jólin
Ljósmyndun Gunnhildur Lind Ljósmyndun Gunnhildur Lind

Hvernig má nýta myndir frá árinu fyrir jólin

Nú þegar jólin nálgast, er tilvalið að líta um öxl og rifja upp minningar frá árinu sem er að líða. Eftir myndatökur, ferðalög og gleðistundir safnast oft saman fjöldinn allur af myndum sem eru oftar en ekki geymdar í tölvunni eða símanum. Af hverju ekki að gefa þessum myndum líf á nýjan hátt og nota þær til að skapa persónulegar og hlýlegar jólagjafir? Hér eru fjórar hugmyndir um hvernig þú getur nýtt myndir frá árinu fyrir jólin.

Read More
Myndir: pálmatré, kókoshnetur og ströndin
Gunnhildur Lind Gunnhildur Lind

Myndir: pálmatré, kókoshnetur og ströndin

Þessi bloggfærsla verður ekki lengri. Varla hægt að kalla þetta bloggfærslu heldur er þetta meira svona stöðutékk á mér hérna megin við Atlantshafið. Ég enda þessi skrif á nokkrum myndum sem ég tók á vélina í vikunni til að gefa ykkur smá smakk á væbinu hérna 🌴

Read More
Viðtal: Lóa í Hár Center um fermingargreiðslur
Gunnhildur Lind Gunnhildur Lind

Viðtal: Lóa í Hár Center um fermingargreiðslur

Fermingarnar eru á næsta leiti og aldrei of snemmt að skipuleggja sig. Flestar fjölskyldur eru líklega langt komnar með það og búnar að bóka flest eins og ljósmyndara og/eða tíma í greiðslu. Ég man þegar ég var að fermast 2004 að þá var aðalatriðið að bóka sal fyrir veislu, ákveða föt, bóka myndatöku og bóka í fermingargreiðsluna. Þetta var svona það helsta + að ákveða litaþemað. Alltaf var blessaða litaþemað mikilvæg ákvarðanataka 😅

Read More
Það verður Borgarnesmynd á föstudögum
Ljósmyndun Gunnhildur Lind Ljósmyndun Gunnhildur Lind

Það verður Borgarnesmynd á föstudögum

Þannig að, bloggið í dag er ekki langt, heldur meira skrifað til að stilla upp þessu plani og markmiði hjá mér þetta árið, sem er að birta eina Borgarnes mynd, eftir mig, alla föstudaga, út árið, á Facebook síðu Gunnhildur Lind Photography. Ég er nú þegar búin að missa af fyrsta föstudegi ársins þannig í heildina verður þetta 51 mynd frá Borgarnesi ef ég næ þessu – sem er planið. Koma svo!

Read More
Það sem ég lærði á síðasta ári
Lífsstíll Gunnhildur Lind Lífsstíll Gunnhildur Lind

Það sem ég lærði á síðasta ári

2023 var mjög gott ár hjá mér, mjög vaxandi ár. Mér líður eins og ég hafi uppgötvað allskonar. Eins og það að hversdagsleikinn er málið. Ef maður getur notið sín í hversdagsleikanum þá er lífið bara nokkuð skemmtilegt. Til dæmis að hlakka til fyrsta kaffibollans, að finna fyrir hlýju frá sólinni í andlitinu, að horfa á litina í himninum.

Read More
Takk fyrir 2023 – Hæ 2024 👋
Ljósmyndun Gunnhildur Lind Ljósmyndun Gunnhildur Lind

Takk fyrir 2023 – Hæ 2024 👋

2023 hefur verið heilt yfir gott, gefandi og viðburðaríkt ár. Stærsta árið hingað til síðan ég byrjaði að bjóða upp á ljósmyndaþjónustu haustið 2017. Þegar ég lít yfir dagatalið síðustu tólf mánuði þá verð ég eiginlega hissa hvað ég tók margar myndir, hitti mikið af fólki, náði að gera mikið en líka á sama tíma, hvað ég náði að gera mikið af engu, þ.e. dagar með engum plönum sem ég passa vel upp á að skipuleggja inn á milli myndatökutarna til þess einmitt að ég geti gefið mig alla í myndatökurnar.

Read More
Í hverju er best að vera?
Ljósmyndun Gunnhildur Lind Ljósmyndun Gunnhildur Lind

Í hverju er best að vera?

Einmitt, í hverju er eiginlega best að vera? Þessi spurning býður upp á allskonar svör, fer eftir því hver er spurður. Ég ætla að svara þessu frá mínu hjarta og þá sérstaklega með fjölskyldumyndatökur í huga. Auðvitað er smekkur fólks mismunandi og minn smekkur ekki allra. Hafandi sagt það, þá tekur þú það sem gagnast þér, hendir rest í burtu. Í fyrsta lagi er aðalatriðið að vera í þægilegum fötum.

Read More
Myndatökustaðir í Borgarnesi
Ljósmyndun Gunnhildur Lind Ljósmyndun Gunnhildur Lind

Myndatökustaðir í Borgarnesi

Mér datt í hug að taka saman þá staði sem ég hef verið að sækjast í og stinga upp á til að hafa myndatökur þetta árið. Ég sé að ég er mikið á sömu stöðunum, kemur kannski ekki á óvart enda fallegir staðir. Svo eru staðir sem ég væri til í að prófa meira af og sumir staðir hreinlega gleymast. Það er allavega úr nógu að velja í Borgarnesi. Hér kemur samantekt.

Read More
„Okkur langar í myndir sem eru ekki of uppstilltar“
Ljósmyndun Erica Hartwick Ljósmyndun Erica Hartwick

„Okkur langar í myndir sem eru ekki of uppstilltar“

Oft þegar ég fæ fyrirspurnir um myndatökur þá fylgir þessi setning gjarnan með. „Okkur langar í myndir sem eru ekki of uppstilltar.“ Ég skil nákvæmlega hvað er verið að meina og ég meira að segja markaðset mig þannig að ég legg áherslu á að ná myndum sem eru ekki of uppstilltar. En hvernig er hægt að ná EKKI uppstilltum myndum þegar fjölskylda mætir í myndatöku eingöngu í þeim tilgangi að fá fallegar myndir af sér og sínum. Þetta er í rauninni algjör mótsögn, við erum hér í myndatöku en við viljum samt ekki að myndirnar lúkki eins og við séum í myndatöku 😅

Read More
Þegar við Palli frændi fórum til Köben
Ferðalög Erica Hartwick Ferðalög Erica Hartwick

Þegar við Palli frændi fórum til Köben

Nú er ca. ár síðan ég og Palli frændi fórum í helgarferð til Kaupmannahafnar. Palli hafði verið að nefna það í langan tíma að vilja fara til Kaupmannahafnar aftur. Ég greip því tækifærið næst þegar hann nefndi Kaupmannahöfn og hreinlega bókaði flugmiða fyrir okkur strax svo úr þessu yrði og svo að ég þyrfti ekki að heyra einu sinni enn hvað það væri nú gaman að fara til Kaupmannahafnar. Við græjuðum miðana og skelltum okkur til Köben í lok september í fyrra.

Read More