Sýnileiki á samfélagsmiðlum – Það þarf ekki að pósta daglega
Ef það er eitthvað sem ég hef lært frá því ég byrjaði að bjóða upp á ljósmyndaþjónustu fyrir ca. 7 árum, er það að stöðugleiki skiptir máli á samfélagsmiðlum. Það er að birta reglulega til lengri tíma frekar en að birta rosa mikið í takmarkaðan tíma. Þetta er einfaldlega markaðssetning og mikilvægt að sinna henni, sérstaklega fyrir einyrkja og lítil fyrirtæki sem hafa takmarkað fjármagn í markaðssetningu. Þá er snilld að geta nýtt sér markaðssetningu á samfélagsmiðlum til að koma sér og sinni þjónustu á framfæri. EN, þegar þú ert að sinna rekstri, taka við bókunum, og bara sinna lífinu almennt, þá er ekki raunhæft að sitja og hugsa um Instagram eða Facebook allan daginn.
Góðu fréttirnar eru þær að þú þarft þess ekki. Með auðveldu kerfi + skipulagi geturðu búið til og birt reglulegu efni án þess að týnast í símanum eða tölvunni og sparað þér hellings brainpower og tíma í leiðinni.
Hér eru 3 einföld skref sem hjálpa þér að vera regluleg/ur á samfélagsmiðlum – án þess að týnast.
1️⃣ Veldu einn miðil og eitt markmið
Það er svo auðvelt að hugsa „Ég þarf að vera á Instagram, Facebook, TikTok, Youtube, Pinterest, LinkedIn og gera líka Reels og Stories...“ Það er bara of mikið (ég varð andstutt við að telja þessa miðla upp, og þetta eru ekki einu sinni allir miðlarnir), skiljanlegt að manni fallast hendur. Það besta við þetta allt, það þarf ekki að vera á öllum miðlunum.
Byrjaðu á einum miðli sem skilar þér mestum árangri, þar sem fólkið þitt hangir, þar sem þú hangir og vertu bilaðslega góð/góður á þessum miðli fyrst.
Veldu eitt skýrt markmið – viltu fá bókanir, auka sýnileika eða byggja upp traust við fylgjendur? Því skýrari sem þú ert, því auðveldara er að búa til efni sem skilar þeim árangri sem þú sækist eftir.
2️⃣ Búðu til einfalt kerfi sem virkar fyrir þig
Þú þarft ekki að pósta daglega – það sem skiptir máli er sá regluleiki (consistancy) sem þú ræður við og hentar þér og þínum takti í lífinu. Þessar vikurnar gæti ein færsla á viku verið meira en nóg en önnur tímabil gætu 3-5 færslur á viku verið easy peasy fyrir þig. Það má breyta til (það vill gleymast að það má). Dæmi um einfalt kerfi:
✅ Veldu fasta daga (t.d. birta alla miðvikudaga á FB).
✅ Vertu með efnisstoðir (fyrir t.d. Hárgreiðslustofu, þá væri hægt að birta á mánudögum eitthvað tengt „nýtt í búðinni“ og kynna þannig nýjar vörur. Miðvikudagsfærslur gætu verið tileinkaðar t.d. „Styling tips“ þar sem sýnt er hvernig má nota ýmis hártól til að eiga alltaf Good Hairday og hver vill ekki Good Hairday?).
✅ Endurnýttu efni – notaðu gömul blogg, myndir eða færslur sem fólk hefur brugðist vel við áður. Það sjá eingöngu 5-10% af fylgjendum þínum hverja birta færslu + fólk er fljótt að gleyma. Þannig hiklaust endurnýta eldra efni.
Þegar þú ert með svona kerfi þarftu bara að búa til nokkrar færslur í einu og plana þær fram í tímann.
3️⃣ Skipuleggðu færslur fyrirfram (og fáðu hellings tíma til baka)
Hefurðu einhvern tímann verið í þeirri stöðu að þú standir fyrir framan símann kl. 20:30 á kvöldin að reyna að finna eitthvað til að pósta af því það er svo langt síðan þú póstaðir síðast? Eða, þú sást einhvern pósta og finnst þú verða að pósta líka?
🗓 Gefðu þér 1 klst í viku til að skipuleggja og plana færslur fram í tímann.
📲 Notaðu Meta Business Suite eða Creator Studio til að tímasetja póstana (það er frítt!)
📌 Ef þú ert með random hugmyndir yfir daginn, skrifaðu þær niður í Notes appið í símanum eða eitthvað svipað sem þú getur svo skoðað ÞEGAR þú sest niður til að plana færslur á miðlana fram í tímann. Þannig gleymist engin snilldar hugmynd.
Með svona plani sleppuru við að eyða klukkutímum í skroll og stress.
Sniðugt að hella upp á góðan kaffibolla, setjast niður í einn klukkutíma á viku og skipuleggja samfélagsmiðlana fram í tímann. Það má gera þetta að huggulegri athöfn.
Að lokum – þú þarft ekki að vera alltaf online til að vera sýnileg/ur. Það er mun auðveldara að halda úti góðum samfélagsmiðlum þegar þú ert með kerfi sem vinnur fyrir þig, frekar en á móti þér. Þetta getur verið svona einfalt:
✔ Einn miðill & eitt markmið
✔ Einfalt kerfi með föstum dögum
✔ Skipulag í stað þess að elta næstu hugmynd í stressi
Ef þú prófar þetta, þá geturðu haldið úti reglulegum samfélagsmiðlum – án þess að vera föst/fastur í símanum.
Hvernig virkar markaðssetning á samfélagsmiðlum fyrir þig? Finnst þér hún tímafrek, leiðinleg jafnvel eða ertu með góða rútínu?
Þangað til næst,
Gunnhildur Lind