
Fjölskyldumyndataka
Hægt er að bóka þrjá mismunandi pakka af fjölskyldumyndatöku hjá Gunnhildi: Fjölskylda I, Fjölskylda HEIMA og Fjölskylda II. Hér fyrir neðan má sjá nánari upplýsingar um hvað er innifalið í hverjum pakka fyrir sig, fyrirkomulagið í kringum myndatökuna og verð.
Mín Nálgun
„Markmiðið mitt í myndatökum er að öllum líði vel, bæði börnum og foreldrum. Ég veit að það er ekki auðvelt að vera fyrir framan myndavél, þess vegna reyni ég alltaf að búa til létt andrúmsloft og minni fjölskyldur á að taka sig ekki of hátíðlega á meðan á myndatökunni stendur (það er líka fullkomlega eðlilegt að líða smá stressuð því flest förum við ekki í reglulegar myndatökur).
Uppstillingin er ekki aðalatriðið hjá mér heldur er það að ná lifandi og náttúrulegum myndum af fjölskyldunni þinni eins og hún á sér að vera, fullkomlega ófullkomin, með alla sína yndislegu kæki.“
Fjölskylda I
30 mín | 48.000 kr.
Innifalið í verði er allt skipulag/samskipti fram að myndatöku. Öll myndvinnsla + afhending á veglegu myndagalleríi af myndum sem ég vel (20+ myndir).
Allar afhentar myndir verða bæði í lit og svart/hvítar og afhentar á lokuðu rafrænu galleríi.
*Einnig innifalið í verð er vsk og allt að 60 mín keyrsla frá Borgarnesi þar sem ég er staðsett
Bóka myndatöku
Fjölskylda III
60 mín | 60.000 kr.
Innifalið í verði er allt skipulag/samskipti fram að myndatöku. Öll myndvinnsla + afhending á veglegu myndagalleríi af myndum sem ég vel (40+ myndir).
Allar afhentar myndir verða bæði í lit og svart/hvítar og afhentar á lokuðu rafrænu galleríi.
*Einnig innifalið í verð er vsk og allt að 60 mín keyrsla frá Borgarnesi þar sem ég er staðsett
Bóka myndatöku
Fjölskylda HEIMA
60 mín | 60.000 kr.
Innifalið í verði er allt skipulag/samskipti fram að myndatöku. Öll myndvinnsla + afhending á veglegu myndagalleríi af myndum sem ég vel (20+ myndir).
Allar afhentar myndir verða bæði í lit og svart/hvítar og afhentar á lokuðu rafrænu galleríi.
*Einnig innifalið í verð er vsk og allt að 60 mín keyrsla frá Borgarnesi þar sem ég er staðsett
Bóka myndatöku
“Gunnhildur tók svo ótrúlega fallegar myndir af okkur fjölskyldunni. Við mælum heilshugar með henni!”
— Særún Traustadóttir
innimyndatökur
Ég er ekki með stúdíó aðstöðu (eins og er).
Ég er því miður ekki með stúdíóaðstöðu til að bjóða fjölskyldum að koma á (eins og staðan er í dag). Ef það hentar ekki af einhverjum ástæðum að vera í heimahúsi og/eða vera úti að taka myndir, þá hef ég í samráði við fjölskyldur búið mér til stúdíó á ýmsum stöðum sem henta fyrir myndatökur eins og t.d. salir inni á hótelum, menningarhús o.fl. í þeim dúr. Slík uppsetning þarf alls ekki að vera flókin uppsetningu og oft eina sem þarf er góður veggur.
“Gunnhildur er dásamlegur ljósmyndari með hlýja nærveru. Nær vel til barna og gefur sér góðan tíma. Fengum myndirnar nokkrum dögum síðar og voru þær svo fallegar. Mælum hiklaust með og munum nýta okkur Gunnhildi klárlega aftur í fjölskyldumyndatökuna.”
— Ingunn Erla Ingvarsdóttir
Hvernig virkar þetta?
⚙️ Þessi hluti er í vinnslu ⚙️

Algengar spurningar
-
Fjölskylda I sem er 30 mínútna myndataka er hugsuð fyrir kjarnafjölskylduna. Þ.e. foreldrar og börn. Fjölskylda I hentar vel fyrir t.d. fjölskyldumyndatöku, fermingarmyndatöku, útskriftarmyndatöku og systkinamyndatökur.
Fjölskylda II sem er 60 mínútna myndataka er hugsuð fyrir stórfjölskylduna. Þ.e. amma og afi með börnum og barnabörnum. Hægt er að skipuleggja allskonar skemmtilegar útfærslur og „hópmyndir“ eins og t.d. amma og afi með barnabörnum. Barnabörn saman. Systkini með börnum og mökum. Hópmynd af öllum saman. Systkinamynd og stakar fjölskyldur innan stórfjölskyldunnar sem dæmi.
-
Ég er ekki með kvóta á hversu margar myndir ég afhendi hverri fjölskyldu að lokinni myndatöku. Engar tvær myndatökur eru eins. Nálgunin mín í myndatökum er fyrst og fremst að ná mómentum yfir uppstilltar myndir svo það er mismunandi hversu margar myndir eru afhentar hverju sinni EN það verða alltaf allavega 20+ myndir í Fjölskylda I og 40+ myndir í Fjölskylda II.
-
Þegar bókað er í myndatöku þá fæ ég email og kennitölu hjá þér. Eftir myndatökuna sendi ég reikning í heimabanka fyrir öllu saman og sendi kvittun í tölvupósti.
-
Við ákveðum staðsetningu í sameiningu. Fyrst ákveðum við hvort við viljum vera inni eða úti að taka myndir. Ef inni, þá er það í heimahúsi þar sem ég býð ekki upp á stúdíó myndatökur nema sérstaklega auglýst. Ef úti, þá kem ég með uppástungur að staðsetningum miðað við hvar þú ert búsett. Það má líka alltaf koma með uppástungur og óskir að staðsetningu.
-
Já – Ég myndi mikið á suðvesturhorninu og þá sérstaklega á stórhöfuðborgarsvæðinu.
-
Ekkert mál og engar spurningar segi ég. Ég skil 100p að ýmislegt getur komið upp á þegar við síst búumst við. Ef af einhverjum ástæðum þú þarft að afbóka þá er nóg að hafa samband og láta mig vita. Þá er annað hvort hægt að afbóka eða, ef áhugi, finna annan tíma fyrir myndatökuna, ykkur að kostnaðarlausu.
