Fyrirtækið þitt í sínu besta ljósi
Hér finnur þú allar lausnir fyrir starfsmannamyndir og myndabanka fyrir fyrirtæki. Veldu útfærslu sem hentar best – einstaklingsmyndir, heilsdags tökur eða sérsniðna myndabanka. Skoðaðu einnig umsagnir, dæmi um verkefni og fyrirtæki sem hafa unnið með mér.
Mín Nálgun
Fyrstu kynni skipta máli. Faglegar og vandaðar starfsmannamyndir styrkja ímynd fyrirtækisins og auka traust viðskiptavina. Með vönduðum myndum tryggir þú að fyrirtækið þitt standi sterkt og áreiðanlegt út á við, hvort sem er á heimasíðu, samfélagsmiðlum eða í markaðsefni. Ég sé um allt ferlið – kem á staðinn og tryggi að myndatakan gangi snurðulaust fyrir sig, svo starfsfólkið geti einbeitt sér að sínu hlutverki.
Starfsmannamyndataka – veldu það sem hentar þínu fyrirtæki
Góðar starfsmannamyndir eru lykillinn að sterkri ímynd og faglegri framsetningu fyrirtækisins. Veldu þá útfærslu sem hentar best – hvort sem það eru einstaklingsmyndir, hálfs dags myndataka eða heildarlausn fyrir allt starfsfólk.
stök starfsmannamynd
Hvað er innifalið?
1 mynd á hvern starfsmann
Allt skipulag og eftirvinnsla
Afhending mynda í hágæða upplausn á lokuðu rafrænu galleríi
Verð: 15.000 kr. á mann
Athugið að verð eru birt án virðisauka
Hálfur dagur
Hvað er innifalið?
10-15 starfsmenn sem á að mynda
Allt skipulag og eftirvinnsla
Afhending mynda í hágæða upplausn á lokuðu rafrænu galleríi
Verð: 160.000 kr.
Athugið að verð eru birt án virðisauka
Heill dagur
Hvað er innifalið?
20+ starfsmenn sem á að mynda
Allt skipulag og eftirvinnsla
Afhending mynda í hágæða upplausn á lokuðu rafrænu galleríi
Hópmyndir ef óskað er
Verð: 300.000 kr.
Athugið að verð eru birt án virðisauka
“Gunnhildur er sérlega þægileg að vinna með, vandvirkur ljósmyndari og lipur í samskiptum. Get heilshugar mælt með henni.”
— Valur Þór Gunnarsson, Framkvæmdastjóri Taktikal ehf.
Myndabankar sem endurspegla vörumerkið þitt
Vandaðar myndir sem þú getur notað í allt markaðsefni þitt – hvort sem er á vefsíðu, samfélagsmiðlum eða í prenti. Veldu þá útfærslu sem hentar þínu fyrirtæki.
Mini Myndabanki
Fyrir fyrirtæki sem vilja
hnitmiðað og markvisst myndefni
Hvað er innifalið?
2 klst myndataka á staðnum
Afhending á 30-50 myndum í hágæða upplausn (vef + prent)
Rafræn afhending í lokuðu galleríi
Notkun í allt markaðsefni (vefsíður, samfélagsmiðla, prentefni, auglýsingar) í 2 ár
Eftir 2 ár er hægt að endurnýja notkunarrétt með samkomulagi
Verð: 150.000 kr. + vsk
Standard Myndabanki
Fyrir fyrirtæki sem vilja
fjölbreytt myndefni fyrir markaðssetningu
Hvað er innifalið?
4 klst myndataka
Afhending á 75-100 myndum í hágæða upplausn (vef + prent)
Rafræn afhending í lokuðu galleríi
Notkun í allt markaðsefni (vefsíður, samfélagsmiðla, prentefni, auglýsingar) í 2 ár
Eftir 2 ár er hægt að endurnýja notkunarrétt með samkomulagi
Verð: 250.000 kr. + vsk
Premium Myndabanki
Fyrir fyrirtæki sem vilja stóran myndabanka fyrir langvarandi notkun
Hvað er innifalið?
6 – 8 klst myndataka
Afhending á 150-200 myndum í hágæða upplausn (vef + prent)
Rafræn afhending í lokuðu galleríi
Notkun í allt markaðsefni (vefsíður, samfélagsmiðla, prentefni, auglýsingar) í 2 ár
Eftir 2 ár er hægt að endurnýja notkunarrétt með samkomulagi
Verð: 400.000 kr. + vsk
Myndirnar eru leyfðar til notkunar í allt markaðsefni í tvö ár. Fyrir ótakmarkaðan notkunarrétt – hafðu samband og við finnum lausn sem hentar þér.
Hér sérðu brot af þeim fyrirtækjum og stofnunum sem hafa nýtt sér faglega ljósmyndun fyrir markaðssetningu, vefsíður og kynningarefni
“Gunnhildur er fagmaður fram í fingurgóma og skapaði um leið afslappað andrúmsloft í myndatökunni með sinni einstaklega góðu nærveru. Að mínu mati er það nauðsynlegt ef góðar myndir eiga að nást. Myndirnar sjálfar komu svo rosalega fallega út. Gæti ekki verið sáttari.”
— Vera Hjördís Matsdóttir, soprano
“Í byrjun árs ákvað ég að fá ljósmyndara til okkar á stofuna til að taka myndir af okkur starfsfólkinu til að nota sem kynningu á samfélagsmiðlum. Ég fékk ábendingu um Gunnhildi og eftir að hafa skoðað myndir eftir hana á Instagram þá hafði ég samband við hana og fundum okkur tíma sem hentaði okkur öllum vel. Ég get svo sannarlega mælt með Gunnhildi allt ferlið gekk svo áreynslulaust fyrir sig bókunin, myndatakan og hvernig hún skilaði myndunum af sér allt svo aðgengilegt. Gunnhildur er mjög þægileg og fagmannleg í sinni vinnu og myndatakan gekk eins og í sögu. Gæti ekki verið ánægðari”
— Anna Júlía Þorgeirsdóttir, eigandi Classic Hárstofa