FERMINGAR

UPPLÝSINGAR UM FERMINGARMYNDATÖKUR 2025

Boðið er upp á tvær útfærslur af Fermingarmyndatökum; Ferming I og Ferming II. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag og verð má lesa hér fyrir neðan. Gæludýr og hlutir sem tengjast áhugamálum eru velkomin með í myndatökuna.

Mín Nálgun

„Markmið mitt í myndatökum er að öllum líði vel, bæði fermingarbörnum og fjölskyldum.

Ég veit að það er ekki auðvelt að vera fyrir framan myndavél, þess vegna reyni ég alltaf að búa til létt andrúmsloft og minni fjölskyldur á að taka sig ekki of hátíðlega á meðan á myndatökunni stendur.

Gott er líka að minna sig á að það er fullkomlega eðlilegt að líða smá stressuð því flest förum við ekki í reglulegar myndatökur. Saman getum við gert upplifunina skemmtilega.

Uppstillingin er ekki aðalatriðið hjá mér heldur er það að ná lifandi og náttúrulegum myndum af fermingarbarninu og fjölskyldunni þinni eins og hún á sér að vera, fullkomlega ófullkomin, með alla sína skemmtilegu kæki.“

Gunnhildur Lind, ljósmyndari

Gunnhildur ljósmyndari

Gunnhildur ljósmyndari

Ég heiti Gunnhildur Lind Hansdóttir og er ljósmyndari frá Borgarnesi, en nú búsett á Eskifirði. Síðan 2018 hef ég sérhæft mig í að mynda fjölskyldur þar á meðal fermingarbörn, og það gefur mér ómælda ánægju að fanga einstök augnablik á þessum stóru tímamótum í lífi ungs fólks.

Það sem ég elska mest við starf mitt sem sjálfstætt starfandi ljósmyndari er að kynnast skemmtilegu og jákvæðu fólki – það gefur starfinu aukið gildi og gerir hvern myndatökudag spennandi.

Með sterkan bakgrunn í íþróttum, sérstaklega liðsíþróttum (körfubolti og golf), hef ég lært gildi og mikilvægi samvinnu og samskipta, sem nýtist mér vel í því að skapa afslappað og skemmtilegt andrúmsloft í myndatökum.

Ég trúi líka að húmor skipti miklu máli – þegar við tökum okkur ekki of hátíðlega verður upplifunin skemmtilegri, afslappaðri og eftirminnilegri fyrir bæði fermingarbörnin og fjölskyldur þeirra.

Verðskrá

Stykkishólmur ljósmyndari

Ferming I

Fyrir fermingarbarnið, systkini og foreldra.

Ferming I er tilvalið til að mynda annað hvort eingöngu fermingarbarnið og leyfa því að fá sviðsljósið, fá t.d. gæludýr með eða hluti sem tengjast áhugamálum. Ferming I er líka tilvalinn til að fá nokkrar myndir af fermingarbarni með systkinum sínum, foreldrum og allri fjölskyldunni saman. Aðaláherslan er þó að ná myndum af fermingarbarninu.

Hvað er innifalið í Ferming I?

  • Öll samskipti, ráðgjöf og skipulag fram að myndatöku.

  • 30 mínútna myndataka.

  • Öll myndvinnsla + afhending á veglegu myndagalleríi af myndum sem Gunnhildur ljósmyndari velur (20+ myndir).

  • Allar afhentar myndir verða bæði í lit og svart/hvítu og afhentar á lokuðu rafrænu galleríi.

Verð 48.000 kr.

ATH. að vsk er innifalinn í verði og allt að 60 mínútna keyrsla frá þar sem ég er staðsett, sem er Eskifjörður eða Borgarnes.

„Það var dásamlegt að fá Gunnhildi til að taka myndir af fermingarskvísunni okkar og okkur fjölskyldunni. Nærvera hennar er svo notaleg og skemmtileg. Hún náði fermingarbarninu strax á sitt band og við áttum frábæra myndatöku saman. Myndirnar eru æðislegar, við erum svo ótrúlega sátt 💕“

— Drífa mjöll

Stykkishólmur ljósmyndari

Ferming II

Fyrir fermingarbarnið, fjölskylduna, ömmur og afa.

Ferming II hentar vel fyrir þær fjölskyldur sem vilja nýta tækifærið og fá myndir af sér og sínum. Myndatakan er 60 mínútur sem er góður tímarammi til að ná bæði myndum af fermingarbarninu en líka af fjölskyldunni, systkinum, ömmum og öfum í allskonar útfærslum.

Ferming II hentar einnig vel ef óskað er eftir bæði inni og úti myndum, þ.e.a.s. að um tvær staðsetningar sé að ræða.

Hvað er innifalið í Ferming II?

  • Öll samskipti, ráðgjöf og skipulag fram að myndatöku.

  • 60 mínútna myndataka.

  • Öll myndvinnsla + afhending á veglegu myndagalleríi af myndum sem Gunnhildur ljósmyndari velur (40+ myndir).

  • Allar afhentar myndir verða bæði í lit og svart/hvítu og afhentar á lokuðu rafrænu galleríi.

Verð 60.000 kr.

ATH. að vsk er innifalinn í verði og allt að 60 mínútna keyrsla frá þar sem ég er staðsett, sem er Eskifjörður eða Borgarnes.

Fer myndatakan fram

inni eða úti?

Myndatakan getur bæði farið fram inni og/eða úti. Það fer alveg eftir því hverju óskað er eftir. Langvinsælast er að taka myndirnar úti, en þar sem íslenskt veðurfar verður seint áreyðanlegt, að þá er alltaf kostur að hafa góðan stað innandyra sem plan B.

ATH. að Gunnhildur er ekki með stúdíó aðstöðu heldur býður hún upp á að setja upp mini-studio í heimahúsi eða á stöðum innandyra (eins og t.d. í Hörpu hljómleikahúsi eða á hótelum) í samráði við fermingarbörn og foreldra.

Dæmi um myndatöku í stúdíóstíl í heimahúsi

Dæmi um myndatöku við góðan veggflöt á hóteli

Dæmi um útimyndatöku í lok apríl

Dæmi um myndatöku í Hörpu í Reykjavík

Ýmislegt tengt fermingum á blogginu