Lestu nýjustu bloggfærsluna hér ✍️
Topic
Þegar við Palli frændi fórum til Köben
Nú er ca. ár síðan ég og Palli frændi fórum í helgarferð til Kaupmannahafnar. Palli hafði verið að nefna það í langan tíma að vilja fara til Kaupmannahafnar aftur. Ég greip því tækifærið næst þegar hann nefndi Kaupmannahöfn og hreinlega bókaði flugmiða fyrir okkur strax svo úr þessu yrði og svo að ég þyrfti ekki að heyra einu sinni enn hvað það væri nú gaman að fara til Kaupmannahafnar. Við græjuðum miðana og skelltum okkur til Köben í lok september í fyrra.