
Lestu nýjustu bloggfærsluna hér ✍️

Hvað skiptir mestu máli í brúðkaupsathöfn? Heiðrún Helga prestur deilir sinni sýn
Hvernig gengur ferlið við að bóka prest fyrir brúðkaup, hvað skiptir mestu máli í athöfninni og hversu mikið er hægt að sérsníða hana? Ég spurði Heiðrúnu Helgu, prest í Borgarprestakalli, út í hennar reynslu af hjónavígslum, undirbúning og algengar spurningar brúðhjóna.

Viðtal: Elísa Svala – blómahönnuður 🌸
Blómaskreytingar skipta miklu máli í brúðkaupum – en hvernig velur maður réttu blómin? Í þessu viðtali deilir Elísa Svala, blómahönnuður hjá @svolustra, bestu ráðum sínum um vistvænar brúðkaupsskreytingar, val á brúðarvendi og hvernig hægt er að nyta skreytingar yfir allan brúðkaupsdaginn.

Viðtal: Anna Sólrún Kolbeinsdóttir
Anna Sólrún og Friðrik Pálmi giftu sig í lautinni sinni við Hvítá í Borgarfirði, á jörð foreldra Önnu snemma í október á síðasta ári. Lautin þeirra, eins og þau kalla staðinn, er umkringd þéttu birkikjarri og á þessum árstíma voru haustlitirnir allsráðandi, í raun fullkominn staður fyrir litla og innilega athöfn. Einu sem voru viðstödd athöfnina voru brúðhjónin, börnin þeirra tvö Ástdís og Emil, Heiðrún Helga Bjarnadóttur Back prestur og svo ljósmyndarinn, ég.

Viðtal: Hera Hlín förðunarfræðingur
Þau sem þekkja vel til mín vita að ég er stoltur Borgnesingur og vil ég nýta hvert tækifæri til að láta fleiri vita af metnaðarfullum og skemmtilegum Borgnesingum sem eru að gera það gott í sínu. Hún Hera Hlín Svansdóttir er einn slíkur Borgnesingur. Hera Hlín er menntaður förðunarfræðingur frá Makeup Studio Hörpu Kára og starfar í dag sem förðunarfræðingur m.a. sem sminka hjá Borgarleikhúsinu, nýlega sem sölufulltrúi NYX á Íslandi auk þess sem hún tekur að sér brúðarfarðanir.
