
Lestu nýjustu bloggfærsluna hér ✍️

Janúar recap – hvað er að frétta?
Janúar hefur liðið ótrúlega hratt – mikið um að vera og mikið nýtt í nýjum bæ hér á Eskifirði ❄️ Ég hef verið að vinna í alls konar skemmtilegum verkefnum, svona bakvið tjöldin verkefnum, bæði í ljósmynduninni og hjá mér í hversdeginum. Hér er smá yfirferð á því sem ég hef verið að brasa undanfarið.

Það sem ég lærði á síðasta ári
2023 var mjög gott ár hjá mér, mjög vaxandi ár. Mér líður eins og ég hafi uppgötvað allskonar. Eins og það að hversdagsleikinn er málið. Ef maður getur notið sín í hversdagsleikanum þá er lífið bara nokkuð skemmtilegt. Til dæmis að hlakka til fyrsta kaffibollans, að finna fyrir hlýju frá sólinni í andlitinu, að horfa á litina í himninum.

10 ástæður til að njóta haustsins
Í síðustu viku setti ég í story á Instagram reikningi Gunnhildar Lind Photography mjög óformlega könnun í loftið: Uppáhalds árstíðin?
Það kom mér á óvart að það var haustið sem fékk flest atkvæði (43 atkvæði). Vissulega einu meira atkvæði en sumarið (42 atkvæði) sem er alltaf vinsæl árstíð á Íslandi. Ég hélt nefnilega að sumarið yrði langvinsælasta svarið. Aldeilis ekki. Hér má sjá hvernig atkvæðin röðuðu sér niður á árstíðirnar (alls 116 sem tóku þátt! Vel gert 👏):

Fyrsta haustlægðin
Ég held við getum öll verið sammála um það að fyrsta haustlægðin með tilheyrandi gulri viðvörum, fljúgandi sumardóti frá nágrönnum (það var sundlaug sem fauk niður eina götuna hérna í Borgarnesi um helgina 🏊♀️) og rigningu, sé komin og farin. Við erum officially komin yfir í nýja árstíð, haustið. Sem þýðir, sjáumst á næsta ári íslenskt sumar.
