Lestu nýjustu bloggfærsluna hér ✍️

Hvernig má nýta myndir frá árinu fyrir jólin
Ljósmyndun Gunnhildur Lind Ljósmyndun Gunnhildur Lind

Hvernig má nýta myndir frá árinu fyrir jólin

Nú þegar jólin nálgast, er tilvalið að líta um öxl og rifja upp minningar frá árinu sem er að líða. Eftir myndatökur, ferðalög og gleðistundir safnast oft saman fjöldinn allur af myndum sem eru oftar en ekki geymdar í tölvunni eða símanum. Af hverju ekki að gefa þessum myndum líf á nýjan hátt og nota þær til að skapa persónulegar og hlýlegar jólagjafir? Hér eru fjórar hugmyndir um hvernig þú getur nýtt myndir frá árinu fyrir jólin.

Read More
Það verður Borgarnesmynd á föstudögum
Ljósmyndun Gunnhildur Lind Ljósmyndun Gunnhildur Lind

Það verður Borgarnesmynd á föstudögum

Þannig að, bloggið í dag er ekki langt, heldur meira skrifað til að stilla upp þessu plani og markmiði hjá mér þetta árið, sem er að birta eina Borgarnes mynd, eftir mig, alla föstudaga, út árið, á Facebook síðu Gunnhildur Lind Photography. Ég er nú þegar búin að missa af fyrsta föstudegi ársins þannig í heildina verður þetta 51 mynd frá Borgarnesi ef ég næ þessu – sem er planið. Koma svo!

Read More
Takk fyrir 2023 – Hæ 2024 👋
Ljósmyndun Gunnhildur Lind Ljósmyndun Gunnhildur Lind

Takk fyrir 2023 – Hæ 2024 👋

2023 hefur verið heilt yfir gott, gefandi og viðburðaríkt ár. Stærsta árið hingað til síðan ég byrjaði að bjóða upp á ljósmyndaþjónustu haustið 2017. Þegar ég lít yfir dagatalið síðustu tólf mánuði þá verð ég eiginlega hissa hvað ég tók margar myndir, hitti mikið af fólki, náði að gera mikið en líka á sama tíma, hvað ég náði að gera mikið af engu, þ.e. dagar með engum plönum sem ég passa vel upp á að skipuleggja inn á milli myndatökutarna til þess einmitt að ég geti gefið mig alla í myndatökurnar.

Read More
Í hverju er best að vera?
Ljósmyndun Gunnhildur Lind Ljósmyndun Gunnhildur Lind

Í hverju er best að vera?

Einmitt, í hverju er eiginlega best að vera? Þessi spurning býður upp á allskonar svör, fer eftir því hver er spurður. Ég ætla að svara þessu frá mínu hjarta og þá sérstaklega með fjölskyldumyndatökur í huga. Auðvitað er smekkur fólks mismunandi og minn smekkur ekki allra. Hafandi sagt það, þá tekur þú það sem gagnast þér, hendir rest í burtu. Í fyrsta lagi er aðalatriðið að vera í þægilegum fötum.

Read More
Myndatökustaðir í Borgarnesi
Ljósmyndun Gunnhildur Lind Ljósmyndun Gunnhildur Lind

Myndatökustaðir í Borgarnesi

Mér datt í hug að taka saman þá staði sem ég hef verið að sækjast í og stinga upp á til að hafa myndatökur þetta árið. Ég sé að ég er mikið á sömu stöðunum, kemur kannski ekki á óvart enda fallegir staðir. Svo eru staðir sem ég væri til í að prófa meira af og sumir staðir hreinlega gleymast. Það er allavega úr nógu að velja í Borgarnesi. Hér kemur samantekt.

Read More
„Okkur langar í myndir sem eru ekki of uppstilltar“
Ljósmyndun Erica Hartwick Ljósmyndun Erica Hartwick

„Okkur langar í myndir sem eru ekki of uppstilltar“

Oft þegar ég fæ fyrirspurnir um myndatökur þá fylgir þessi setning gjarnan með. „Okkur langar í myndir sem eru ekki of uppstilltar.“ Ég skil nákvæmlega hvað er verið að meina og ég meira að segja markaðset mig þannig að ég legg áherslu á að ná myndum sem eru ekki of uppstilltar. En hvernig er hægt að ná EKKI uppstilltum myndum þegar fjölskylda mætir í myndatöku eingöngu í þeim tilgangi að fá fallegar myndir af sér og sínum. Þetta er í rauninni algjör mótsögn, við erum hér í myndatöku en við viljum samt ekki að myndirnar lúkki eins og við séum í myndatöku 😅

Read More
Hæ ný heimasíða!
Ljósmyndun Gunnhildur Lind Ljósmyndun Gunnhildur Lind

Hæ ný heimasíða!

Setningin „Klára nýja heimasíðu“ hefur líklega verið á to-do listanum í meira en ár núna 🙄 Þessi setning er búin að stara á mig í hvert skipti sem ég opna ísskápshurðina, reyndar stendur „Finish Website“, ég er svo aaamrísk, en þú fattar hvað ég meina. Þetta er eitt af þessum verkefnum sem tekur ekki einn dag. En þetta er vissulega líka eitt af þessum verkefnum sem er auðvelt að mikla fyrir sér og endalaust verið að rembast við að hafa fullkomið (ef ég er alveg hreinskilin við sjálfa mig þá veit ég ekki einu sinni hvernig „fullkomið“ lítur út). Ég hef komist að niðurstöðu að ég ætla ekki að bíða eftir fullkomnun. Í staðinn ætla ég opna fyrir nýju heimasíðuna og hægt og rólega, laga hér og þar með tímanum. Sjá hvað virkar og hvað ekki.

Read More