Hvar er hægt að prenta út myndir?
Ég spurði fylgjendur mína á Facebook og Instagram í vikunni hvar þau hafa prentað út sínar myndir. Þetta er nefnilega tíminn sem mörg hugsa. „Æj já! Þarf að muna að prenta út myndirnar fyrir jólin.“ Ég fékk nokkur svör (þykir svo vænt um öll svör sem ég fæ). Eitthvað af svörunum voru prentfyrirtæki sem ég hafði aldrei heyrt af. Það var líka gaman að heyra að sum sem svöruðu voru með mismunandi staði fyrir hvað var verið að prenta út hverju sinni, t.d. myndabók, mynd í ramma eða segla.
Ég er yfirleitt þannig að ef ég er ánægð með útkomuna, þá fer ég aftur á sama stað. Svipað og með Subway, ég panta alltaf sama bátinn af því ég veit hann er góður. Bæði kostir og gallar að velja alltaf það sama. Þið fattið.
Allavega, hér eru fyrirtækin sem voru nefnd.
Pixel
Það var ein sem var að prufa að senda í prentun vegna þess að ein sagði að þau væru GOAT í prentun. Önnur nefndi Pixel útaf fallegum myndabókum.
Brúartorg í Borgarnesi
Það voru nokkrir Borgnesingar sem nefndu Brúartorg í Borgarnesi (gamla Framköllunarþjónustan). Svanur og Elfa hafa verið að prenta út og framkalla myndir fyrir Borgnesinga í fleiri fleiri ár. Ég hef prentað út hjá þeim nokkrum sinnum og alltaf verið ánægð með útkomuna. Eins, þá er ég alltaf jafn hissa hvað þau eru fljót að afgreiða myndirnar, frá því maður leggur inn pöntun og er komin með myndirnar í hendurnar.
Instaprent
Ég hef ekki notað þessa prentþjónustu. En ég set heimasíðuna hér fyrir þig að skoða. Síðan lúkkar vel og mér sýnist að þau bjóða upp á allskonar og fjölbreytta útfærslu af prentun.
Prentagram
Hérna hef ég prentað nokkrum sinnum út. Bæði stórar myndir og litlar „polaroid“ myndir. Ég hef líka prentað út pakkakort og alltaf verið ánægð með útkomuna. Þau eru líka með gott úrval af myndarömmum á staðnum. Eins getur Prentagram búið til custom ramma og karton til að gera veglega mynd, enn veglegri.
Once Upon a Time
Ein mamman nefndi þetta app og mælti með þessu til að gera albúm eða myndabækur.
Ljósmyndaprentun á Akureyri
Það er alltaf gaman að vita af prentþjónustu í heimabyggð. Eins og Brúartorg í Borgarnesi, þá er ljósmyndaprentun á Akureyri. Það þarf ekki alltaf að sækja þjónustu til Reykjavíkur eða utanlands.
Mixtiles
Þetta lúkkar eins og mjög sniðugt fyrirkomulag. Ef þú fílar ekki nagla og allt það ves, þá er þetta svona líma upp á vegg dæmi. Hér er linkur á heimasíðuna.
Pixlar
Þetta er mitt go-to fyrirtæki þegar kemur að prentun mynda. Ég talaði um þau í story í vikunni. Ég hafði líka samband við þau um að búa til afsláttarkóða sem ég gæti deilt með mínu fólki. Þau voru meira en til í það. Afsláttarkóðinn er: GUNNHILDUR10 og gefur 10% afslátt af pöntuninni þinni þegar pantað er í gegnum pixlar.is. Kóðinn gildir til 1. desember. Þannig að, flott markmið að vera búin að panta fyrir þann tíma 👏
Þangað til næst,
Gunnhildur