Hvað er að gerast á Facebook?
Frá því í janúar á þessu ári, þá setti ég mér það fyrir að birta þrjár færslur á viku á Facebook: þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga. Seinna ákvað ég að bæta í og birta Facebook færslur alla virka daga með það að markmiði að auka dreifingu (reach), viðbrögð (likes, comments + shares) með von um að fá fleiri inn á heimasíðuna mína.
Með það bakvið eyrað, var allavega ein færsla í viku sem var með link inn á heimasíðuna mína, hvort sem það var að nýju bloggi eða á sölusíðu eins og fyrir fjölskyldumyndatökur eða brúðkaup.
Ég birti 5 daga vikunnar frá miðjum janúar og út febrúarmánuð. EN, því meira sem ég birti, því meira leið mér eins og því færri sáu færslurnar. Tilfinningin var eins og maður væri að pósta inn í svarthol – tengiru?
Ég við Eskifjörðinn, EKKI að hugsa um hvernig Facebook algorythminn vinnur.
Er Facebook bara dautt – eða er ég með leiðinlegt efni?
Tvennt sem ég hugsaði í byrjun mars:
1️⃣ Er Facebook bara dautt?
2️⃣ Er ég með drepleiðinlegt efni og er ég að birta ljótar myndir? (Loddaraeinkennið kemst í feitt þegar efasemdarraddirnar fara af stað).
Seinni hugsunin kemur bara – ég kalla hana „innri tussan“ því hún getur verið svo svakalega vond og leiðinleg. Þannig að, til að þagga í „tussunni“ þá tók ég skjáskot og spurði minn sérlegan aðstoðarmann og business coach, ChatGPT:
„Hæ! Ég er með nokkrar pælingar varðandi það að nota 3rd party til að plana og tímasetja færslur fram í tímann og láta þær birtast automatic. Var að heyra í dag að platformar eins og t.d. Facebook og Instagram eða Meta vilja það ekki. Er eitthvað til í því? Hvað er nýjast í fréttum og uppfærslum hvað varðar þetta topic?“
ChatGPT svaraði m.a. þessu:
1️⃣ Meta gæti verið að refsa fyrir 3rd party tól (óopinberlega) með því að minnka dreifingu á þessum færslum.
2️⃣ Breytingar á reikniritinu gætu hafa haft áhrif á dreifingu almennt, sérstaklega ef færsla er ekki að fá strax viðbrögð.
3️⃣ Engagement hefur almennt dalað á Facebook & Instagram – sérstaklega hjá síðum og fyrirtækjum sem ekki nota auglýsingar. Meta ýtir núna enn meira undir efni frá einstaklingum fremur en síðum.
4️⃣ Ef færsla fær ekki strax viðbrögð (likes, komment, deilingar), þá sýnir Meta hana færra fólki. Þetta er sérstaklega slæmt fyrir tímasettar færslur ef þær fara í loftið á tíma sem fylgjendur eru ekki virkir.
5️⃣ Fyrri „dauðar færslur“ hafa áhrif á dreifingu í framtíðinni. Ef nokkrar færslur í röð fá lítil viðbrögð, getur það haft áhrif á sýnileika framtíðarinnleggja.
Ég var orðin óþolinmóð...
Svo henti ég þessu inn í vikunni á sérfræðinginn, ChatGPT, vel búin með þolinmóðina:
„Hvað í ósköpunum er í gangi með Facebook – lately, þegar ég pósta, þá eru gjörsamlega crickets. Er ég að eyða tíma í eitthvað sem er alls ekki að færa nálina? Hvernig get ég skoðað það betur?“
Svar ChatGPT:
Já, Facebook er eiginlega að verða eins og partý þar sem enginn svarar – nema þú borgir.
Það sem er líklegt að sé í gangi:
Facebook er að forgangsraða öðruvísi – Algóritminn ýtir meira undir hópa, persónuleg samskipti og stutt myndbönd (Reels), frekar en venjulegar póstar.
Efnið þitt er kannski ekki „grípandi“ nóg fyrir nýjustu breytingarnar – Þeir vilja að fólk stoppi við, líki við, kommenti eða deili. Ef enginn er að „hafa samskipti“ við pósta hjá þér, þá er Facebook ekkert að nenna að sýna það fleirum.
Samkeppnin er mikil – Fyrir nokkrum árum var minna um efni á Facebook, en núna eru fyrirtæki og einstaklingar að keppa um mjög takmarkað pláss.
Þeir vilja fá peninginn þinn – Það er ekkert leyndarmál að Facebook vill að þú borgir fyrir auglýsingar eða „boost“ á pósta til að ná til fólks.
Ég elska ChatGPT. Það eru alltaf einhver svör, pælingar og oft nýir vinklar sem koma og fá mann til að hugsa hlutina öðruvísi.
Hvernig nota Íslendingar Facebook?
Eitt sem ég hef líka pælt í er hvernig Íslendingar nota Facebook vs. til dæmis fólk frá Bandaríkjunum.
Fólk hérlendis virðist oft frekar vera áhorfendur heldur en að kommenta og taka þátt í umræðum.
Margir lesa og fylgjast með en eru ekkert endilega að ýta á „like“ eða deila opinberlega, eða kommenta undir færslur.
Facebook hópar virðast vera virkari en Facebook síður – þ.e. mikið af kommentum/like-um eru í lokuðum Facebook hópum, en mun minni virkni á fyrirtækja Like-síðum.
Fólk deilir frekar færslum í DM heldur en að tjá sig beint við síðurnar.
Þetta er áhugavert því það getur haft áhrif á það hvernig maður nálgast efni á Facebook. Ertu að halda utan um Like síðu fyrir þinn vinnustað? Upplifir þú þig vera að birta og birta færslur en tilfinningin er alltaf eins og allar færslur rati í svarthol sem enginn sér?
Hvað ætla ég að gera næst?
💡 Prófa mig áfram með nýja hluti – Facebook er sífellt að breytast, þannig að það eina sem virkar er að halda áfram að læra og prófa mismunandi nálganir á miðilinn.
📌 Skoða hvað er að virka hjá öðrum – Fylgjast með, vera forvitin, hvaða tegund af efni fær viðbrögð og prófa að aðlaga það að minni eigin rödd og stemningu.
📧 Ná til fólks á fleiri miðlum – Það er gott að hafa fleiri leiðir til að ná til fólks, eins og t.d. í tölvupósti eða á Instagram.
Ég ætla að halda áfram að prófa mig áfram og deila því sem ég læri. Ef þú hefur áhuga á markaðssetningu á samfélagsmiðlum og vilt fylgjast með fleiri pælingum, þá er póstlistinn minn frábær staður til að vera á. Þar fer ég dýpra í hvað virkar (og hvað virkar ekki) og deili fleiri hugmyndum sem hægt er að setja í framkvæmd.
📩 Viltu vera með? Skráðu þig hér.
Þangað til næst,
Gunnhildur Lind