Myndir: pálmatré, kókoshnetur og ströndin
Nú hef ég verið í rétt rúma viku hér í Santa Teresa í Costa Rica. Hér er heitt, sólríkt og rakt loft, líklega algjör andstæða við Ísland. Allir dagar byrja snemma eða um 5:30 og byrja á því að maka á sig sólarvörn, moskítóvörn, rölta svo niður á strönd til að sörfa í milda morgunloftinu, áður en sólin kemur upp með allan sinn hita. Hér ligg ég í sólbaði, kíki í litlu sætu „tusku“ búðirnar (en passa að kaupa ekki of mikið þar sem flest nýtist ekki á Íslandi 😅). Svo borða ég mikið af góðum og ferskum mat og auðvitað drekk kaffið mitt, hér er gott kaffi. The Roastery er mitt go-to kaffihús hérna. Það er lítið og sætt og allt kaffi er frá kaffibýli hérna í grenndinni sem ég fíla (styrkja þjónustu og verslanir í heimabyggð). Það er eignilega ákveðin léttir að kíkja á kaffihús og fá smá hlé frá sólinni og hitanum í leiðinni.
Þessi bloggfærsla verður ekki lengri. Varla hægt að kalla þetta bloggfærslu heldur er þetta meira svona stöðutékk á mér hérna megin við Atlantshafið. Ég enda þessi skrif á nokkrum myndum sem ég tók á vélina í vikunni til að gefa ykkur smá smakk á væbinu hérna með von um að þær komi með smá hlýju og gott veður til Íslands 🌴
Þangað til næst,
Gunnhildur
P.s. Eins súper næs og það er að vera hérna, þá hlakkar mig alltaf mikið til að koma aftur heim til Íslands.