Lestu nýjustu bloggfærsluna hér ✍️

Viðtal: Hera Hlín förðunarfræðingur
Brúðkaup Erica Hartwick Brúðkaup Erica Hartwick

Viðtal: Hera Hlín förðunarfræðingur

Þau sem þekkja vel til mín vita að ég er stoltur Borgnesingur og vil ég nýta hvert tækifæri til að láta fleiri vita af metnaðarfullum og skemmtilegum Borgnesingum sem eru að gera það gott í sínu. Hún Hera Hlín Svansdóttir er einn slíkur Borgnesingur. Hera Hlín er menntaður förðunarfræðingur frá Makeup Studio Hörpu Kára og starfar í dag sem förðunarfræðingur m.a. sem sminka hjá Borgarleikhúsinu, nýlega sem sölufulltrúi NYX á Íslandi auk þess sem hún tekur að sér brúðarfarðanir.

Read More
10 ástæður til að njóta haustsins
Lífsstíll Erica Hartwick Lífsstíll Erica Hartwick

10 ástæður til að njóta haustsins

Í síðustu viku setti ég í story á Instagram reikningi Gunnhildar Lind Photography mjög óformlega könnun í loftið: Uppáhalds árstíðin?

Það kom mér á óvart að það var haustið sem fékk flest atkvæði (43 atkvæði). Vissulega einu meira atkvæði en sumarið (42 atkvæði) sem er alltaf vinsæl árstíð á Íslandi. Ég hélt nefnilega að sumarið yrði langvinsælasta svarið. Aldeilis ekki. Hér má sjá hvernig atkvæðin röðuðu sér niður á árstíðirnar (alls 116 sem tóku þátt! Vel gert 👏):

Read More
Fyrsta haustlægðin
Lífsstíll Erica Hartwick Lífsstíll Erica Hartwick

Fyrsta haustlægðin

Ég held við getum öll verið sammála um það að fyrsta haustlægðin með tilheyrandi gulri viðvörum, fljúgandi sumardóti frá nágrönnum (það var sundlaug sem fauk niður eina götuna hérna í Borgarnesi um helgina 🏊‍♀️) og rigningu, sé komin og farin. Við erum officially komin yfir í nýja árstíð, haustið. Sem þýðir, sjáumst á næsta ári íslenskt sumar.

Read More
Hæ ný heimasíða!
Ljósmyndun Gunnhildur Lind Ljósmyndun Gunnhildur Lind

Hæ ný heimasíða!

Setningin „Klára nýja heimasíðu“ hefur líklega verið á to-do listanum í meira en ár núna 🙄 Þessi setning er búin að stara á mig í hvert skipti sem ég opna ísskápshurðina, reyndar stendur „Finish Website“, ég er svo aaamrísk, en þú fattar hvað ég meina. Þetta er eitt af þessum verkefnum sem tekur ekki einn dag. En þetta er vissulega líka eitt af þessum verkefnum sem er auðvelt að mikla fyrir sér og endalaust verið að rembast við að hafa fullkomið (ef ég er alveg hreinskilin við sjálfa mig þá veit ég ekki einu sinni hvernig „fullkomið“ lítur út). Ég hef komist að niðurstöðu að ég ætla ekki að bíða eftir fullkomnun. Í staðinn ætla ég opna fyrir nýju heimasíðuna og hægt og rólega, laga hér og þar með tímanum. Sjá hvað virkar og hvað ekki.

Read More