
Gunnhildur Lind er fjölskyldu og brúðkaupsljósmyndari sem þjónustar bæði Austurland, Vesturland og Suðvesturhornið. Hún tekur einlægar, náttúrulegar og eigulegar myndir af fullkomlega ófullkomnum fjölskyldum og pörum.
Fjölskyldu & brúðkaupsljósmyndari
Allar upplýsingar um myndatökur í boði hjá Gunnhildi má finna undir myndatökur. Þar er hægt að skoða nánar um fyrirkomulagið, verð og hvað er innifalið. Þar er líka hægt að bóka tíma í myndatöku.
Aðeins Um Gunnhildi
Hæ – ég heiti Gunnhildur Lind, ég er ljósmyndari frá Borgarnesi, búsett á Eskifirði, ég elska gott kaffi og er með algjöra golfdellu
Myndatökur í boði hjá Gunnhildi
Fjölskyldur
Fyrir fjölskyldur sem vilja eignast náttúrulegar og hlýlegar myndir af sér og sínum. Ég legg áherslu á að fanga augnablikin eins og þau gerast, hláturinn, faðmlögin og alla sætu svipina sem skipta máli. Myndirnar geta verið teknar inni eða úti, allt eftir stemningunni sem er óskað eftir.
Brúðkaup
Fyrir pör sem vilja eignast afslappaðar og fallegar myndir frá brúðkaupsdeginum sínum. Í bland við náttúruleg augnablik og nokkur uppstillt skot, fanga ég daginn ykkar eins og hann var.
Ekkert brúðkaup er of stórt eða of lítið til að eignast myndir af.
Bloggið
Hér má finna ýmislegt gagnlegt til að lesa. Eins og t.d. sniðugar staðsetningar til að taka myndir eða í hverju er best að vera og margt fleira í þeim dúr til að miðla upplýsingum og til að veita innblástur fyrir næstu myndatöku.