Gunnhildur Lind er fjölskyldu og brúðkaupsljósmyndari sem þjónustar bæði Austurland, Vesturland og Suðvesturhornið. Hún tekur einlægar, náttúrulegar og eigulegar myndir af fullkomlega ófullkomnum fjölskyldum og pörum.
Fjölskyldu & brúðkaupsljósmyndari
Allar upplýsingar um myndatökur í boði hjá Gunnhildi má finna undir myndatökur. Þar er hægt að skoða nánar um fyrirkomulagið, verð og hvað er innifalið. Þar er líka hægt að bóka tíma í myndatöku.
Aðeins Um Gunnhildi
Hæ – ég heiti Gunnhildur Lind, ég er ljósmyndari frá Borgarnesi, búsett á Eskifirði og ég elska gott kaffi.
Myndatökur í boði hjá Gunnhildi
Fjölskyldur
Fyrir fullkomlega ófullkomnar fjölskyldur sem taka sig ekki of hátíðlega og langar bara að eiga náttúrulegar, eðlilegar og eigulegar myndir af sér og fjölskyldunni. Hægt er að velja um fjölskyldumyndatöku bæði inni og úti.
Brúðkaup
Fyrir pör sem vilja eiga eftirminnilegan brúðkaupsdag með sínu allra besta fólki OG á sama tíma, eiga smart og eigulegar myndir frá deginum til að njóta. Ekkert brúðkaup er of stórt eða of lítið til að mynda.
Blogg tengt
myndatökum og ekki
Í blogghluta síðunnar skrifar Gunnhildur mikið um allskonar tengt ljósmyndun. Eins og t.d. sniðugar staðsetningar til að taka myndir eða í hverju er best að vera og margt fleira í þeim dúr til að miðla upplýsingum og líka til að vonandi veita innblástur fyrir næstu myndatöku.
Hér má einnig gera ráð fyrir sterku Borgarnesþema, innsýn í kringum það að vera ljósmyndari í sjálfstæðum rekstri og af og til um hversdagslega hluti og lífið og tilveruna þann daginn.